Vetrarstemning á Dalvík í febrúar 2014

Vetrarstemning á Dalvík í febrúar 2014

Áttum ánægjulega daga á Dalvík með fjölskyldunnií lok febrúar.Skíðafólkið fór á skíði en ég fangaði stemninguna. Birtan í okkar fagra landi er ólýsanleg á köflum. Myndirnar mínar segja meira en mörg orð. Gjörið svo vel að njóta. Fleiri myndir á heimasíðunni minni: naermynd.is   Nýjar myndir/ Dalvík. Fleiri myndir síðar frá Siglufirði þar sem mín ástkæra eiginkona fór á kostum. Það er betra að þekkja þær, maður fær ýmsar upplýsingar sem maður á erfitt með að afla sjálfur.Dalvík -9614 Dalvík -9542 Dalvík -9322 Dalvík -9152 Dalvík -9127 Dalvík -9059 Dalvík -9030

Advertisements

Allur heimurinn er mitt stúdíó.

Allur heimurinn er mitt stúdíó.

Það er hægt að taka myndir hvar sem er. Reykjavík er mitt stúdíó. Sýnishorn af því sem ég er að gera um þessar mundir,
myndirnar unnar í ýmsum forritum, með fólkinu fyrir fólkið. Hugmyndin er að eiga upplifun á Nærmynd, taka myndirnar , velja, og vinna þær saman í tölvunni.Sigga-2 Sigga-2-2 untitled-8000 untitled-7983 untitled-8002

Það sem ég get gert fyrir þig.

 untitled-3286-7
Allir hafa rödd en eru ekki stórsöngvarar og eiga efsta sætið á vinsældarlistanum. Öll getum við skrifað en erum ekki rithöfundar. Flest getum við hreyft okkur en erum ekki  afreksíþróttamenn.
Öll eigum við síma og öll erum við ljósmyndarar, eða er það ekki ?
Við njótum upplifunar,  þegar við lesum góða bók, förum á tónlistarviðburð eða stöndum á efsta palli með stelpunum okkar og strákunum okkar. Við njótum þess að einhverjir hafa lagt á sig alúð og mikla vinnu í að sérhæfa sig og vera bestir í sínu fagi.

Hvað fáum við  hjá Nærmynd sem við getum ekki gert sjálf?

Starf atvinnuljósmyndara hefur breyst á síðustu misserum

Ég tel mig vera heppin að starfa sem ljósmyndari. Ég hlakka til á hverjum degi að fara í vinnuna, hitta nýtt fólk, fást við nýja áskorun, taka nýja mynd, gera nýtt print, sem gerir viðkomandi kannski ódauðlegan.Þó að ég heyri stundum: ” Þetta þarf ekkert að vera merkilegt,” þá er ekkert til sem heitir að taka annars flokks mynd.  Portrrett er augnablik sem kemur ekki aftur, “Moment of truth.”

Í nútímanum, þessari stafrænu veröld  þar sem allir eru ljósmyndarar og myndirnar eru í tölvum er komið að mér sem atvinnumanni að gera hið fullkomna print.

Það er það sem ég get gert fyrir þig. Þrátt fyrir að eiga tímamótaafmæli á næstunni og hafi 30 ára nám í ljósmyndun að baki er ég af  fyrstu kynslóð stafrænna ljósmyndara. Ég er fyrsti portrettljósmyndarinn á Íslandi sem tók stafrænu tæknina í notkun árið 2000 og hef ekki notað filmu síðan. Ég nýt þess að hafa farið í gegn um filmur og framköllun, kópera í bakka, brenna inn og skyggja og nota öll trixin í bókinni  í myrkraherberginu. Ég er  að bjóða ykkur að upplifa með mér í stúdíóinu og við tölvuna, að gera hið fullkomna print.

Það er það sem ég get gert fyrir þig.